Lífið

40 kíló fokin

Davíð Smári féll úr undanúrslitum árið 2005 þegar Hildur Vala Einarsdóttir sigraði.
Davíð Smári féll úr undanúrslitum árið 2005 þegar Hildur Vala Einarsdóttir sigraði.

Vísir hafði samband við söngvarann og líkamsræktarþjálfarann Davíð Smári Harðarson sem tók eftirminnilega þátt í Idol stjörnuleit á Stöð 2 árið 2005 og spurði hann út í Idolkeppnina og þyngdina.

„Hafa ber í huga að keppnin er hönnuð til þess að keppendur fari á taugum," svarar Davíð Smári aðspurður um heillaráð fyrir tilvonandi Idol-keppendur.

„Keppendur ættu að reyna að muna að dómararnir vilja að þeim gangi vel en ekki að þeim mistakist. Þeir ættu ekki að syngja lag sem þeim finnst erfitt heldur reyna að syngja lag sem þeir ráða vel við," segir Davíð Smári.

Ertu sáttur við að hafa tekið þátt í Idolinu á sínum tíma?„ Já, ég er mjög sáttur við að hafa tekið þátt. Ég kynntist fólki sem ég er mjög þakklátur fyrir að þekkja í dag og ég er á stað í dag sem ég hefði aldrei verið á annars."

Hvernig fórstu að því að grenna þig? „Að grennast og grennast er ekki það sama. Engir tveir gera þetta á nákvæmlega sama hátt. Númer eitt, tvö og þrjú er að vera ósérhlífinn."

„Það er alveg sama hvað þér finnst hlutirnir vera erfiðir, það er alltaf einhver til sem er að gera eitthvað miklu erfiðara."

„Að svitna í ræktinni er algert möst, ef þú svitnar ekki þá ertu ekki að gera nóg. Fjölbreytni er mjög mikilvæg í æfingum, árangurinn gæti látið á sér standa ef þú gerir sömu æfingarnar dag eftir dag."

„Ég hef tekið á móti ótal fyrirspurnum varðandi þetta og þjálfað fólk sem á við þetta að stríða með góðum árangri," segir Davíð Smári og bendir á að fólk geti haft samband við sig ef það vill ná árangri.

Hvað ertu búinn að léttast um mörg kíló? „Ég hef lést um 40 kíló og haldið árangrinum í tvö ár. En nú er komið að næsta skrefi og það er að ganga alla leið," segir Davíð Smári að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.