Innlent

Segir dómsmálaráðuneytið hafa þvingað lögreglustjóra

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sóley Tómasdóttir er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Sóley Tómasdóttir er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, harmar að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgsvæðisins, hafi verið þvingaður til að aðlagast úreltu kerfi.

Borgarstjórnarflokkur VG lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefna umsögn lögreglustjórans um rekstur á nektardansstaðnum Goldfinger.

Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í maí að lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins bæri að endurskoða umsögn sína um nektardans á Goldfinger. Lögreglustjórinn hafði áður sent neikvæða umsögn sem hefði átt að verða til þess að leyfi til nektardans yrði ekki veitt. Goldfinger hefur nú fengið leyfið endurnýjað.

,,Það er hrikalega sorglegt að maður sem kemur inn fullur eldmóðs og hefur skilning á þessu máli og ætlar að beita sér í málaflokknum sé á örstuttum tíma tekinn og þvingaður til að aðlagast löngu úreltu kerfi," segir Sóley.

Sóley segir að svo virðist sem að dómsmálaráðuneytið hafi ákveðið að standa með starfsemi nektarstaða og túlki núverandi lög á þann hátt að ekki sé hægt að vinna gegn slíkri starfsemi. Dómsmálaráðherra hefur ekki áhuga á að breyta lögunum, að mati Sóleyjar.

Sóley bendir á að í borgarstjórn Reykjavíkur sé þverpólitísk sátt gegn starfsemi nektarstaða og sömu flokkar á Alþingi ættu að hennar mati að beita sér fyrir því að núverandi lögum verði breytt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×