Erlent

Fimmtugur lögregluforingi vildi kynlífsfund með 13 ára stúlku

Rannsóknardeild lögreglunnar í Kaupmannahöfn, Rejseholdet, rannsakar nú mál háttsetts lögregluforingja í borginni eftir að hann var staðinn að því að reyna að lokka 13 ára gamla stúlku til kynlífsfundar við sig.

Það var Ekstra Bladet sem kom upp um málið en hin 13 ára gamla stúlka var í raunninni einn af blaðamönnum blaðsins.

Lögregluforinginn er 53 ára gamall fjölskyldufaðir og hann margreyndi að fá stúlkuna til fundar við sig á síðustu mánuðum. Sagði henni meðal annars að hann vildi kela við hana og kyssa hana en bað stúlkuna jafnframt um að láta mömmu sína ekki vita af þessu. Samskiptin fóru fram í gegnum tölvu og með smáskilaboðum í farsíma.

Blaðamaður Ekstra Bladet í gerfi stúlkunnar féllst loks á að hitta lögregluforingjann á Nörrebrú fyrr í mánuðinum. Þar var hann spurður spjörunum úr af blaðamanninum en það varð fátt um svör og flúði foringinn brátt af vettvangi.

Rannsóknardeild lögreglunnar, Resejeholdet, fór fram á það við ríkissaksóknar Danmerkur að hún fengi leyfi til að rannsaka bæði skrifstofu og heimili lögregluforingjans. Var húsleit gerð á skrifstofu hans um helgina og í dag mun húsleit fara fram á heimili hans á Amager.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×