Innlent

Gæsluvarðhald staðfest vegna hnífstunguárásar

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að pólskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa átt aðild að hnífstunguárás á samlanda sinn á Mánagötu á sunnudag, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag.

Maðurinn var handtekinn á sunnudag ásamt öðrum og úrskurðaður í gæsluvarðhald á mánudag. Forsaga hnífstungunnar virðist vera sú að sá sem kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn hafi orðið fyrir árás af hálfu nágranna sinna en það var einmitt í íbúð þeirra sem hnífstungan átti sér stað. Tveggja manna var um tíma leitað vegna árásarinnar en annar þeirra hefur nú verið handtekinn. Því eru þrír í haldi.

Fórnarlambið, sem einnig er Pólverji, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag að mennirnir hefðu veitt honum áverkana eftir að hann neitaði að hleypa þeim inn í hús sitt en árásarmennirnir munu hafa verið ölvaðir. Hann sagðist jafnframt ekkert þekkja til árásarmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×