Erlent

Kosning hafin í Pennsylvaníu

Frá kjörstað í Fíladelfíu í morgun.
Frá kjörstað í Fíladelfíu í morgun.

Forkosningar demókrata í Pennsylvaníu-ríki vegna bandarísku forsetakosninganna hófust klukkan ellefu í morgun en mikil spenna er fyrir þær.

Framtíð Hillary Clinton í bandarískum stjórnmálum ræðst að líkindum í forkosningnum. Hillary dugir ekkert minna en góður sigur ef hún ætlar að halda áfram í baráttunni við Barack Obama um útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Samkvæmt könnunum dregur stöðugt saman með þeim. Í sumum tilvikum er forskot Hillary komið niður fyrir fimm prósent. Það hallar einnig á Hillary í fjáröflun fyrir baráttu sína því Obama safnaði fjórfalt meira fé en hún í síðasta mánuði. Framlög til Obama námu þá jafnvirði nærri þriggja milljarða íslenskra króna.

Búist er við fyrstu tölum seint í kvöld en kjörstöðum verður lokað á miðnætti að íslenskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×