Innlent

Varnartröll úr KR sækir um forstjórastól sjúkratryggingastofnunar

Grétar er lengst til hægri á myndinni.
Grétar er lengst til hægri á myndinni.

Eitt nafn sker sig óneitanlega úr þegar rennt er yfir nöfn umsækenda um starf forstjóra sjúkratryggingastofnunnar.

KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson, einn öflugasti varnarmaður Landsbankadeildarinnar, sótti um starfið og bíður spenntur eftir símtali frá Guðlaugi Þóri Þórðarsyni heilbrigðisráðherra sem kemur til með að skipa í starfið.

"Nei kannski ekki alveg, ég sótti nú bara um þetta í hálfgerðu gríni," segir Grétar sem var nýkominn af æfingu með KR þegar Vísir ræddi við hann í kvöld.

Hann segist kannski ekki beint eiga von á því að fá starfið en hann hafi í hálfkæringi hent inn umsókn.

"Þetta var á tíma þar sem ég var að sækja um hingað og þangað og það sakaði ekki að fleygja inn einni í viðbót."

Þrjátíu og tveir til viðbótar sóttu um starfið en hlutverk stofnunarinnar verður að kaupa heilbrigðisþjónustu í landinu.

Sex tóku umsóknir sínar aftur. Í hópi umsækjenda eru sautján karlar og tíu konur en forstjórastaðan var auglýst laus til umsóknar í vor og sumar og rann umsóknarfrestur út 15. september.

Gert er ráð fyrir að forstjóri taki til starfa 1. október næstkomandi.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×