Innlent

Rafmagnslaust á hluta Sauðárkróks

Rafmagnslaust er nú á hluta Sauðárkróks eftir að háspennurofi í rafstöð í bænum brann yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var rafmagn tekið af bænum á miðnætti þegar verið var að skipta um olíu á spennum. Þegar rafmagni var komið á aftur virðist hluti af samstæðunni hafa brunnið yfir. Var slökkvilið kallað á vettvang þar sem mikinn reyk lagði frá rafstöðinni.

Slökkvistarf gekk vel og segir lögregla að rafmagnspennirinn sé í lagi en háspennurofar hafi farið. Hluti af bænum er því enn rafmagnslaus. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru uppi hugmyndir að sækja dísilsrafstöð á Blönduós á meðan á viðgerð stendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×