Innlent

Fíkniefni fundust í Héraðsdómi Reykjaness

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness

Smáræði af ætluðum fíkniefnum fundust á kvennaklósetti Héraðsdóms Reykjaness í hádeginu í dag. Starfsmaður héraðsdóms kom auga á pakkningu sem límd var undir handlaug inn á salerninu og hafði þá þegar samband við lögreglu.

Innihald pakkningarinnar er nú til rannsóknar hjá lögreglu en ekki fengust upplýsingar um hvers konar fíkniefni er um að ræða.

Salernið þar sem efnin fundust er ætlað almenningi en ekki starfsmönnum héraðsdóms.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×