Leikkonan Evan Rachel Wood, 21 árs, er hætt með söngvaranum Marilyn Manson, 39 ára. Hún hætti með söngvaranum eftir að hann rak atvinnulausan bróður hennar á dyr af heimili þeirra sem er í hennar eigu.
Parið byrjaði saman í lok árs 2006 rétt áður en Marilyn skildi endanlega við Ditu Von Teese.
Að sögn vina fékk stúlkan nóg af stjórnsemi og afskiptasemi Marilyn.