Erlent

Allar laxveiðar bannaðar í Kaliforníu og Oregon

Allar laxveiðar hafa verið bannaðar undan ströndum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í 160 ár.

Bannið mun hafa víðtæk áhrif víða á svæðinu meðal sjómanna, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja og ferðamannaþjónustu.

Sökum þessa hefur Arnold Schwartzenegger ríkisstjóri Kaliforníu lýst yfir neyðarástandi hjá þeim sem verst verða úti.

Kyrrahafslaxi hefur stöðugt fækkað undanfarin ár í ám meðfram þessari strandlengju og er stofninn nú talinn í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×