Innlent

Öklabrotinn gangnamaður sóttur á þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna öklabrotins gangnamanns við Reynistaði í Skagafirði.

Björgunarsveitarmenn áttu í erfiðileikum með að aðstoða manninn og því var brugðið á það ráð að kalla út þyrlu landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til Reykjavíkur nú fyrir stundu.

Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×