Innlent

Samtök atvinnulífsins beita sér ekki fyrir inngöngu í ESB

Þór Sigfússon formaður SA.
Þór Sigfússon formaður SA.
Niðurstöðurnar könnunar á afstöðu félaga innan SA voru kynntar á fundi stjórnar í dag. Meirihluti er í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því að SA beiti sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru en meirihluti í þremur er því andvígur.

Í frétt á vef SA segir að skoðanir séu mjög skiptar í þessu máli innan samtakanna og á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar sé staðfest að SA muni ekki beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Íslandi.

Þá segir jafnframt að SA verði áfram virkur þátttakandi í Evrópuumræðunni og munu gæta hagsmuna allra félagsmanna á grundvelli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×