Erlent

Mikil snjókoma veldur vandræðum vestanhafs

Mikil snjókoma og slæm vetrarveður hafa sett stirk í reikinginn hjá þúsundum Bandaríkjamanna og Kanadabúa þessi jólin. Margir sitja fastir í flugstöðum og á járnbrautarstöðvum víða um landið.

Á móti kemur að um helmingur Bandaríkjamanna og flestir Kanadamenn fá nú hvít jól.

Einna verst hefur ástandið verið á næststærsta flugvelli landsins, O´Hara í Chicago. Strax á Þorláksmessu þurfti að aflýsa um 500 flugum frá O´Hara og gistu um 500 manns í flugstöðinni um nóttina. Í gær var ástandið aðeins skárra, aðeins 100 flugum var aflýst.

Hvað járnbrautarsamgöngur varðar hafa farþegar þurft að bíða í allt að 24 tíma á sumum stöðvum eftir því að komast leiðar sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×