Innlent

Ferðamenn hissa á opnunartíma veitingastaða

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa ræddi í dag voru furðu lostnir yfir því að flestir veitingastaðir hafi verið lokaðir í gærkvöldi.

Fréttastofa rak nefið inn á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut og hitti þar tvo ferðamenn sem komu sérstaklega hingða til Íslands til að eyða jólunum.

Fyrst hittum við Dan frá Florida sem hefur aldrei eytt jólunum erlendis fyrr en nú. Hann hefur dreymt um að koma til Íslands í 15 ár.

,,Við vildum koma um jólin og sjá Norðurljósin," sagði Dan sem var ánægður með að koma á þessum árstíma til landsins. Hann tók með sér að heiman lítið jólatré og jólabúðing.

Svo hittum við Wolfgang frá Hannover. Hann er öllu reyndari en Dan frá Florida og hefur eytt jólunum í Finnlandi og í Svíðþjóð. Wulfgang hélt að allir veitingastaðir væru opnir á aðfangadag og jóladag.

,,Það kom okkur í opna skjöldu að öll veitingahúsin ykkar skyldu vera lokuð. Það kom okkur mjög óvart," sagði hann Wulfgang og hló. Hann og ferðalagi hans fengu þó nóg að borða í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×