Innlent

Ætlaði að stinga lögguna af

SB skrifar
Yamaha R-1000. Á svona hjóli var ökuníðingurinn ungi sem reyndi að stinga lögregluna af.
Yamaha R-1000. Á svona hjóli var ökuníðingurinn ungi sem reyndi að stinga lögregluna af.

Ungur mótorhjólagarpur sem mældist á 212 kílómetra hraða við Vogaafleggjara sagðist við yfirheyrslur hafa ætlað að stinga lögguna af. Hann náðist við Kaffi Tár í Njarðvík.

Vakstjóri hjá lögreglunni í Keflavík sagði drenginn hafa verið hálf skúffaðan við yfirheyrslur. Hann hafi sagt að hann hafi hreinlega ekki ætlað að láta ná sér. Hann hafi haldið að hann gæti bara stungið af.

Drengurinn var á Yahama R-1000 Racer mótorhjóli. Varðstjórinn sagði hann hafa verið fullgild ökuskírteini og hjólið og allt í fullkomnu lagi. Hann hafi ekki verið undir áhrifum og því virtist eina ástæðan fyrir ofsaakstrinum vera útskýring drengsins - hann hafi viljað keyra hratt.

Varðstjórinn sagði alltaf skapast viss hætta af hraðakstri sem þessum. Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem ökumaður reynir að stinga lögregluna af - fyrr í vikunni keyrði lögreglan unga stúlku út í kant í Áslandi í Hafnarfirði eftir æsilegan eltingarleik.

Kannski hækkandi bensínverð sé þess valdandi að fólki vilji kreysta adrenalínið út úr síðustu dropunum - þó það kosti eltingarleik við lögreglu, handtöku og ótímabundna frestun á frekari sunnudagsbíltúrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×