Innlent

Brá við að heyra af niðurskurði í barnageðlæknaþjónustu

Sveinn Magnússon segir að sér hafi brugðið við að heyra af fréttunum.
Sveinn Magnússon segir að sér hafi brugðið við að heyra af fréttunum.

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að sér hafi brugðið mjög við að heyra af fyrirhuguðum niðurskurði á þjónustu við geðsjúk börn á Akureyri. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, spyr jafnframt hvort stjórnvöld og stjórnendur spítalans hafi gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar geti haft í för með sér fyrir þessi blessuð börn. „Hafa menn gert sér grein fyrir því ef þessum börnum er ekki sinnt, hvað kostar það þá samfélagið síðar meir?" spyr Sveinn.

Sveinn gagnrýnir jafnframt að Geðhjálp hafi ekki verið kynnt þessi breyting, þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi skrifað undir samevrópska sáttmála, árið 2004, um að stjórnvöld hafi samráð við notendur um aðgerðir í geðheilbrigðismálum. „Þá fréttum við þetta bara eins og flestir á öldum ljósvakans eða í öðrum miðlum. Þetta var ekki kynnt okkur sérstaklega," segir Sveinn. Sveinn segist telja að ef lagst hefði verið í vinnu, að þá hefði verið hægt að skera niður á öðrum sviðum en þessu.






Tengdar fréttir

Staða barna- og unglingageðlæknisins á Akureyri lögð niður

Staða eina barna- og unglingageðlæknisins sem starfar á utan höfuðborgarsvæðisins verður lögð niður og er ákvörðunin hluti af þeim niðurskurði sem tilkynnt hefur verið um á flestum sviðum stjórnsýslunnar. Læknirinn hefur hingað til haft aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á málinu á þingi í dag.

Göngudeildaþjónusta fyrir börn lögð af

Páll Tryggvason, barnageðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, segir að 70% samdráttur verði á þjónustu í barnageðlækningum vegna niðurskurðar hjá sjúkrahúsinu. Hann segir að staða hans við sjúkrahúsið hafi ekki verið lögð niður en samningi um




Fleiri fréttir

Sjá meira


×