Vandræði í boði ríkisstjórnarinnar Guðni Ágústsson skrifar 24. júlí 2008 00:00 Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun