Innlent

Neituðu að trúa dóttur sinni

Foreldrar 9 ára stúlka á Blönduósi sem var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalli í liðinni viku trúðu henni ekki og töldu um fjörugt ímyndunarafl barns væri að ræða. Þetta kemur fram í héraðsblaðinu Feyki og er gefið út í Skagafirði.

Karen Sól Káradóttir var í bíl með foreldrum sínum þegar hún sá ísbjörninn. ,,Við vorum stödd akkúrat á þessum gatnamótum þar sem björninn var daginn eftir og hún segir aftur í bílnum að hún hafi séð ísbjörn. Við hins vegar héldum að barnið hefði séð hvítan hest og gerðum ekkert frekar í málinu," segir Kári Kárason faðir Karenar Sólar. ,,Þetta kennir okkur foreldrum kannski að hlusta betur á börnin okkar," bætti hann við í samtali við Feyki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×