Innlent

Lágvöruverðsverslanir hækka um 6-7% á tveimur mánuðum

Ný verðlagskönnun ASÍ leiðir í ljós að undanfarna tvo mánuði hefur matvöruverð hækkað mest í lágvöruverðsverslunum. Frá því í apríl hefur verð hækkað mest í Bónus eða um 6,8% en næst mest í Krónunni, um 6,5%. Af lágvöruverðsverslunum hefur verð hækkað minnst í Nettó eða um 2,4%.

Meðal stórmarkaða og hinna svokölluðu klukkubúða hefur verðið hækkað mest hjá Hagkaupum eða um 4% og hjá Tíu-ellefu, um 3,7%.

ASÍ hóf að gera vikulegur verðlagskannanir á vörukörfum helstu matvöruversluna landsins í apríl og virðast þær skila nokkrum árangri. Sést það líklegast best á því að þær tvær verslanir sem komu verst út úr könnun síðustu viku, Nóatún og Samkaup, lækka mest milli vikna í þessari könnun.

Niðurstöður könnunarinnar má nálgast inni á vef ASÍ eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×