Lífið

Kastljóssstjarna flýr í sveitina yfir áramótin

Þóra Tómasdóttir.
Þóra Tómasdóttir.

Vísir hafði samband við fjölmiðlakonuna Þóru Tómasdóttur og spurði hana hvort hún væri ein af þeim sem halda vinnunni og hvernig hún og maðurinn hennar Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður ætla að eyða áramótunum í ár. 

 

„Mér hefur ekki verið sagt upp," staðfestir Þóra sem vinnur að því að klippa heimildarmynd samhliða Kastljóssstarfinu um þessar mundir.

Sigmar Guðmundsson. MYND/Fréttablaðið.

„Þetta er heimildarmynd sem verður frumsýnd í bíó í vor um kvennalandsliðið í fótbolta. Ég er búin að vera að vinna í því í eitt og háflt ár. Við stefnum að því að sýna hana í maí. Myndin er í klippingu," segir Þóra.



Hvernig verða áramótin hjá þér?

„Mér finnst áramótin ekkert sérlega spennandi tími. Ég ætla að fara úr bænum. Upp í bústað með fjölskyldunni," svarar Þóra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.