Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.
Fram kom í máli lögreglunnar að rannsókn málsins sé á frumstigi og frekari leit í bifreiðinni sé í höndum lögreglu og tollyfirvalda. Óvíst er hvenær henni lýkur.
Hollendingurinn sem handtekinn var og er um sjötugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Fram hefur komið að hann er þekktur í Evrópu fyrir aðild sína að fíkniefnamálum.