Innlent

Útilokar ekki forsetaframboð

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, útilokar ekki að hún muni gefa kost á sér sem forseti ASÍ á ársfundi sambandsins í haust.

Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti ASÍ, gaf formlega út í vikunni að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

,,Ég er búin að ákveða að gefa mér sumarleyfið til fara yfir málið og ég útiloka ekki neitt," segir Ingibjörg.

Ingibjörg hefur verið varaforseti ASÍ frá 1992 þó með hléi árin 2000 til 2003 þegar Halldór Björnsson gegndi embættinu. Í kosningu um embættið 2003 sigraði Ingibjörg Kristján Gunnarsson, formann Starfsgreinasambandsins.

Frá 1989 hefur Ingibjörg verið formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Síðast liðið haust gaf út hún að hún hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi Landssambandsins í haust.

,,Ég er því mjög meðvituð um hvað felst í því að vera forseti Alþýðusambandsins. Ég mun hugsa mig mjög vel áður en ég tek ákvörðun og þetta fer auðvitað einnig eftir því hvað aðrir vilja," segir Ingibjörg.

Ársþing ASÍ verður haldið daganna 24.-25.október næst komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×