Innlent

Reynt að ná pólitískri sátt um forstjóra OR

Fundur stjórnar OR hefst á hádegi.
Fundur stjórnar OR hefst á hádegi.

Unnið er að því að ná pólitiskri sátt um forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn þeirra Sigrúnar Elsu Smáradóttur og Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa minnihlutans. Ákvörðun verður tekin um ráðninguna á stjórnarfundi í fyrirtækinu sem hefst klukkan tólf á hádegi í dag.

Hvorki fulltrúar meirihlutans né minnihlutans í Orkuveitunni hafa nokkuð vilja segja til um það hvort Hjörleifur Kvaran, sem gegnt hefur forstjórastöðunni að undanförnu, verði ráðinn til að gegna starfinu áfram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×