Innlent

Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hafin

Farþegar gætu átt á hættu að dvelja lengur í Leifsstöð en upphaflega var áætlað næstu daga.
Farþegar gætu átt á hættu að dvelja lengur í Leifsstöð en upphaflega var áætlað næstu daga. MYND/Hilmar Bragi.

Vinnustöðvun Félags íslenskra flugumferðarstjóra hófst klukkan 7 í morgun og er ráðgert að hún standi í fjórar klukkustundir. Þegar rætt var við starfsfólk Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar rétt fyrir átta fengust þau tíðindi að fjöldi farþega væri samankominn í flugstöðinni og biðu menn átekta.

Tvær vélar fara í loftið hverja klukkustund sem vinnustöðvunin stendur og hefur að minnsta kosti einu flugi til Kaupmannahafnar verið aflýst en önnur færð til. Á því tímabili sem vinnustöðvunin stendur liggur allt innanlandsflug niðri og engin flugvél erlendis frá mun lenda hér. Félagið ráðgerir 20 slíkar vinnustöðvanir til 20. júlí náist ekki samningar við viðsemjendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×