Reykjavíkurborg tekur við heimahjúkrun af ríkinu 30. desember 2008 15:47 Guðlaugur Þór Þórðarson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um að flytja rekstur Miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins frá ríkinu til borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir einnig að með þjónustusamningnum hefjist tilraunarverkefni til þriggja ára sem felst í að reka heimahjúkrun og sameina hana rekstri félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. „Þannig verður til þjónustukerfi, sem myndar eina heild gagnvart notanda og er markmiðið að gera fleiri íbúum kleift að búa heima þrátt fyrir öldrun, fötlun, veikindi eða skerta getu til daglegra athafna. Með því að sameina og samþætta starfsemina er stefnt að því ná fram bættri nýtingu mannafla og fjármuna," segir í tilkynningunni. Samningurinn er til þriggja ára og gildir frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2011 og greiðir ríkið alls rúmlega 2,8 milljarða króna fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar á samningstímanum. Skiptist fjárhæðin svona: Á árinu 2009 greiðast 892 milljónir króna, á árinu 2010 greiðast 942 milljónir króna, á árinu 2011 greiðast 992 milljónir króna. Á árinu 2009 er gert ráð fyrir að verja 892 milljónum til heimahjúkrunar og 1037 milljónum til félagslegrar heimaþjónustu. Samtals tæpum tveimur milljörðum króna. 344 starfsmenn sinna í félagslegri heimaþjónustu, 115 í heimahjúkrun, samtals 459 starfsmenn. Um 3000 heimili njóta nú félagslegrar heimaþjónustu og um 1000 heimili njóta heimahjúkrunar að jafnaði. Alls hafa á þessu ári 2200 einstaklingar notið þjónustu heimahjúkrunar og um 3700 heimili notið félagslegrar heimaþjónustu. Árlegar vitjanir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga voru rúmlega 156 þúsund. Um 87% beiðna um heimahjúkrun koma frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heildarupphæð samnings um heimahjúkrun til þriggja ára er 2,8 milljarðar króna. Fé til félagslegrar heimaþjónustu verður á sama tímabili um 3,3 milljarðar króna. Samtals um 6,1 milljarður á næstu þremur árum. Samkvæmt ákvæðum þjónustusamningsins sér Reykjavíkurborg um rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík allan sólarhringinn alla daga ársins. Þar fyrir utan tekur samningurinn til reksturs heimahjúkrunar allan sólarhringinn alla daga ársins í Seltjarnarnesbæ, reksturs kvöld, - nætur og helgidagaþjónustu heimahjúkrunar í Mosfellsbæ að hluta og rekstur næturþjónustu heimahjúkrunar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Heimahjúkrun fá einstaklingar sem búa í sveitarfélögunum sem hér eru nefnd eða dvelja um lengri eða skemmri tíma í heimahúsi á svæðinu, t.d. í tengslum við dvöl á sjúkrahúsi eða endurhæfingu, og þurfa á heimahjúkrun að halda að mati læknis eða hjúkrunarfræðings. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um að flytja rekstur Miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins frá ríkinu til borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir einnig að með þjónustusamningnum hefjist tilraunarverkefni til þriggja ára sem felst í að reka heimahjúkrun og sameina hana rekstri félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. „Þannig verður til þjónustukerfi, sem myndar eina heild gagnvart notanda og er markmiðið að gera fleiri íbúum kleift að búa heima þrátt fyrir öldrun, fötlun, veikindi eða skerta getu til daglegra athafna. Með því að sameina og samþætta starfsemina er stefnt að því ná fram bættri nýtingu mannafla og fjármuna," segir í tilkynningunni. Samningurinn er til þriggja ára og gildir frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2011 og greiðir ríkið alls rúmlega 2,8 milljarða króna fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar á samningstímanum. Skiptist fjárhæðin svona: Á árinu 2009 greiðast 892 milljónir króna, á árinu 2010 greiðast 942 milljónir króna, á árinu 2011 greiðast 992 milljónir króna. Á árinu 2009 er gert ráð fyrir að verja 892 milljónum til heimahjúkrunar og 1037 milljónum til félagslegrar heimaþjónustu. Samtals tæpum tveimur milljörðum króna. 344 starfsmenn sinna í félagslegri heimaþjónustu, 115 í heimahjúkrun, samtals 459 starfsmenn. Um 3000 heimili njóta nú félagslegrar heimaþjónustu og um 1000 heimili njóta heimahjúkrunar að jafnaði. Alls hafa á þessu ári 2200 einstaklingar notið þjónustu heimahjúkrunar og um 3700 heimili notið félagslegrar heimaþjónustu. Árlegar vitjanir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga voru rúmlega 156 þúsund. Um 87% beiðna um heimahjúkrun koma frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heildarupphæð samnings um heimahjúkrun til þriggja ára er 2,8 milljarðar króna. Fé til félagslegrar heimaþjónustu verður á sama tímabili um 3,3 milljarðar króna. Samtals um 6,1 milljarður á næstu þremur árum. Samkvæmt ákvæðum þjónustusamningsins sér Reykjavíkurborg um rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík allan sólarhringinn alla daga ársins. Þar fyrir utan tekur samningurinn til reksturs heimahjúkrunar allan sólarhringinn alla daga ársins í Seltjarnarnesbæ, reksturs kvöld, - nætur og helgidagaþjónustu heimahjúkrunar í Mosfellsbæ að hluta og rekstur næturþjónustu heimahjúkrunar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Heimahjúkrun fá einstaklingar sem búa í sveitarfélögunum sem hér eru nefnd eða dvelja um lengri eða skemmri tíma í heimahúsi á svæðinu, t.d. í tengslum við dvöl á sjúkrahúsi eða endurhæfingu, og þurfa á heimahjúkrun að halda að mati læknis eða hjúkrunarfræðings.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira