Innlent

Flugstoðir fá gegnumlýsingarbifreið

Flugverndardeild Flugstoða fékk nýverið afhenta bifreið sem útbúin er sérstökum gegnumlýsingabúnaði.

Bifreiðin verður staðsett á Reykjavíkurflugvelli og mun gegnumlýsa farangur millilandafarþega á leið frá landinu. Fram kemur í tilkynningu frá Flugstoðum að við brottför flugvéla muni bifreiðin vera staðsett á flughlaði við loftfar og mun farangur fara í gegn um bifreiðina og vera þar gegnumlýstur. Öryggisvörður er staðsettur inni í bifreiðinni við tölvuskjá sem sýnir innihald farangursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×