Erlent

Skátastúlka sló met í sölu á kexpökkum

Jennifer Sharpe fimmtán ára gömul skátastúlka í Michigan í Bandaríkjunum seldi rúmlega 17.000 kexpakka fyrir skátafélag sitt í vikunni.

Hún lét sér ekki nægja að ganga hús úr húsi eins og skátafélagar hennar gera venjulega heldur setti upp sölubás á fjölförnu götuhorni.

Hagnaðurinn af sölumennsku Jennifer og félaga hennar nær að borga fyrir tíu daga ferð þeirra til Evrópu. Kexsalan gaf rúmlega 1,5 milljónir króna í aðra hönd en framleiðandi kexpakkana segir að hér hljóti að var um þjóðarmet að ræða í kexsölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×