Erlent

Glæpamönnum fjölgar í bandaríska hernum

861 dæmdum gæpamönnum var gefin undanþága til þess að skrá sig í bandaríska herinn á síðasta ári. Þetta er 88% aukning frá árinu áður.

Sérstakar undanþágur þarf fyrir dæmda glæpamenn en þeim hefur fjölgað til muna í hernum síðan átök hófust í Afganistan og í Írak.

Þeir sem fengu undanþágur á síðasta ári hafa gerst sekir um allt frá líkamsárásum og innbrota til manndráps og kynferðisbrota.

Athygli vekur að nokkrir af þeim sem fengu undanþágur hafa gerst sekir um að hafa hótað að fremja hryðjuverk.

Ellefu af þeim sem fengu undanþágu hafa fengið dóm fyrir að hafa borið skotvopn á skólalóð.

Einu brotaflokkarnir sem bandaríski herinn gefur ekki undanþágu frá eru sala á eiturlyfjum, smygl á eiturlyfjum og kynferðisofbeldi.

Reuters tók þetta saman úr gögnum sem voru gerð opinber af bandaríksri þingnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×