Innlent

Vilja reisa netþjónabú í Þorlákshöfn

Ólafur Áki Ragnarsson er bæjarstjóri Ölfuss.
Ólafur Áki Ragnarsson er bæjarstjóri Ölfuss.

Samkomulag hefur náðst á milli sveitarfélagsins Ölfuss og fyrirtækisins Greenstone ehf. um viljayfirlýsingu um uppbyggingu netþjónabús í sveitarfélaginu.

Viljayfirlýsingin verður undirrituð á morgun í Þorlákshöfn eftir því sem segir í tilkynningu frá bæjarstjóra Ölfuss. Að auki verður greint frá viljayfirlýsingu Greenstone og Landsvirkjunar um raforkukaup til búsins og undirrituð viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga. Iðnaðarráðherra mun ávarpa samkomuna. Þá hefur þingmönnum og ráðherrum kjördæmisins verið boðið og forsvarsmönnum sveitarfélagana á svæðinu.

Rísi netþjónabúið verður það væntanlega annað netþjónabúið sem byggt verður hér því þegar hafa verið gerðir samningar um byggingu netþjónabús á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Það er félagið Verne Holdings, sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingafélagsins General Catalyst, sem stendur að uppbyggingunni í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×