Innlent

Kvartað undan RARIK

Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs gerir þá kröfu að Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun standi við gildandi samninga um stjórn vatnshæðar í Lagarfljóti. Þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar í vikunni.

Í fréttamiðlinum Austurglugganum kemur fram að landeigendur hafi kvartað undan RARIK síðustu mánuði sem þeir segja hafa lokur Lagarfljótsvirkjunar niðri sem hækki vatnsborð fljótsins.

Það segja þeir stuðla að landbroti og vera í trássi við gildandi samninga. Í bókun nefndarinnar er lögð áhersla á að sveitarfélagið standi með landeigendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×