Lífið

Hjón opna saman búð á Selfossi

Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Birgir Nielsen.
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Birgir Nielsen.

„Við hjónin ætlum að opna verslun hér á Selfossi 21. júlí sem kallast Allra veðra von," svarar Birgir Nielsen tónlistarmaður þegar Vísir hefur samband.

„Þar verðum við með vörur frá 66° norður og Nielsen veiðivörur en það er fyrirtækið okkar sem við höfum verið að þróa síðastliðið ár. Verslunin er staðsett í hjarta bæjarins í verslunarmiðstöðinni Miðgarði, sem er húsið við hliðina á Ráðhúsinu á Selfossi. Þetta verður æðisleg búð."

„Við erum svo happy að vera að undirbúa þetta saman. Samstarfið okkar gengur bara mjög vel. Við erum búin að vera gift í fjögur ár og eigum stelpu, strák og tvo hunda. Við erum nútíma vísitölufamilía."

Verslun hjónanna má skoða hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.