Erlent

Kofi hvetur til friðsamlegrar lausnar í Zimbabwe

Kofi Annan, fyrrum aðalritari SÞ.
Kofi Annan, fyrrum aðalritari SÞ.

Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hvetur leiðtoga Afríkuríkja til að beita sér fyrir friðasamlegri lausn deilnanna í Zimbabwe.

Varaði hann við því að ástandið í landinu væri eldfimt og áhrif þess gætu náð út fyrir landamæri þess. Endurtalning hluta atkvæða í þing- og forsetakosningunum hófst í gær. Það gæti þýtt að stjórnarandstöðuflokkur Morgans Tsvangirais missi meirihlutann á þinginu sem hann vann í þingkosningunum í síðasta mánuði.

Úrslit forsetakosninganna hafa enn ekki verið birt og er líklegt að kosið verði á ný milli þeirra Mugabes og Tsvangirais. Sá síðarnefndi hefur reyndar flúið land þar sem hann óttast um öryggi sitt. Hyggst hann ekki taka þátt í öðrum kosningum nema öryggi hans verði tryggt og alþjóðlegir eftirlitsaðilar fylgist með kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×