Innlent

Kreditkortavelta eykst mikið á fyrstu mánuðum ársins

MYND/Vilhelm

Innlend greiðslukortavelta heimilanna jókst um rúm sjö prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Þar af var kreditkortavelta heimila 13 prósentum meiri á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar aðeins um 0,9 prósent á sama tíma. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 18,6 prósent á þessu fimm mánaða tímabili en erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 5,3 prósent á sama tíma.

Þá sýna tölur Hagstofunnar að tæplega 9700 bifreiðar voru nýskráðar á fyrri helmingi ársins og fækkaði um tæp fimmtán prósent á milli ára. Hins vegar voru nýskráningar bíla tæplega 21 þúsund síðastliðna tólf mánuði sem er 4,6 prósenta aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×