Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára pilt í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann á með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.

Árásin átti sér stað á Seltjarnarnesi í nóvember í fyrra. Pilturinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hafði ekki komist í kast við lögin áður. Auk skilorðsbundins dóms var pilturinn dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu um 270 þúsund krónur í bætur og lögmannskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×