Innlent

Lofar kyrrð í borginni næstu tvö árin

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lofaði kyrrð í borginni næstu tvö árin á hádegisverðarfundi í Valhöll í dag. Þar sat hún fyrir svörum ásamt Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem þau kynntu stefnu nýs meirihluta.

Hanna Birna sagði meðal annars á fundinum að teikn væru um alvarlegar þrengingar í efnahagslífinu. Við því þyrfti að bregðast og því ynni borgin að aðgerðaráætlun um það hvernig taka ætti með markvissum hætti á rekstri borgarinnar. Lykilstarfsfólk í Ráðhúsinu kemur að gerð áætlunarinnar að sögn Óskars Bergssonar og jafnframt fulltrúar minnihlutans.

Þá greindi Hanna Birna einnig frá því að samið hefði verið við Hjallastefnuna um að reka sjálfstæðan grunnskóla í borginni. Það gerir Hjallastefnan nú þegar í Garðabæ og Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×