Skítt með kerfið...eða hvað? Atli Steinn Guðmundsson skrifar 10. september 2008 11:31 Ungur stjarneðlisfræðingur smellir kossi á elskuna sína. MYND/AP Pönkurum vegnar betur í lífinu en öðrum þjóðfélagshópum. Þetta hafa þeir Per Dannefjord og Magnus Eriksson við Växjö-háskólann í Svíþjóð nú sýnt fram á með ítarlegri rannsókn á högum mismunandi þjóðfélagshópa og menningarkima. Leiddi rannsókn þeirra í ljós að þessi róttæka stétt framúrstefnulega útlítandi manna og kvenna, sem varð nokkuð áberandi undir lok áttunda áratugarins, hefur einfaldlega klifið metorðastigann hærra og örar en meðbræður þeirra og -systur. Sem dæmi um einstaklega farsæla pönkara nefna rannsóknarhöfundar pönksveitina Von Gam sem leit dagsins ljós árið 1978. Stofnandi og helsta vítamínsprauta sveitarinnar, Bo Lindberg, vermir um þessar mundir aðstoðarframkvæmdastjórastól orkuveitunnar í Alvesta, gítarleikarinn „Sockeplast" er efnaverkfræðingur og „Tjupp", sem barði húðirnar, er arkitekt. Í raun mætti því spyrja hvort hið kunna pönkminni „skítt með kerfið" hafi verið einhvers konar innantómt kosningaloforð laumuframapotara. Alíslenskt dæmi „Ég er ekkert frá því að þetta sé rétt," segir Valgarður Guðjónsson, söngvari hinna góðkunnu Fræbbbla sem stimpluðu sig rækilega inn í íslenska pönksenu upp úr 1980 og margir minnast án efa úr kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. „Valgarður starfar sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Staka og rekur í stuttu máli starfsferla hinna Fræbbblanna. „Einn er framkvæmdastjóri Nýherja, annar rak stórt tölvufyrirtæki, Ríkharður Friðriksson er virt tónskáld í dag, Arnór, gítarleikarinn okkar, er skógfræðingur [fyrst misskilið af blm. sem „skófræðingur"], Helgi, bassaleikarinn okkar, vinnur hjá Friðriki Skúlasyni, og Iðunn, söngkonan okkar, er sálfræðingur," útskýrir Valgarður. Hann bætir því við að lykillinn að velgengni margra pönkara hafi hugsanlega verið stússið í kringum hljómsveitarferil. „Það þarf ákveðinn drifkraft og framkvæmdaorku til að koma svona hlutum í verk og það nýtist ábyggilega áfram í starfi síðar meir. Hvort þú varst að hanga niðri á Hlemmi í leðurjakka og gallabuxum hjálpar þér kannski ekkert sérstaklega. En okkar nálgun var bara tónlistarinnar vegna og engin kosningaloforð þar á ferð,“ segir Valgarður að lokum. Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Pönkurum vegnar betur í lífinu en öðrum þjóðfélagshópum. Þetta hafa þeir Per Dannefjord og Magnus Eriksson við Växjö-háskólann í Svíþjóð nú sýnt fram á með ítarlegri rannsókn á högum mismunandi þjóðfélagshópa og menningarkima. Leiddi rannsókn þeirra í ljós að þessi róttæka stétt framúrstefnulega útlítandi manna og kvenna, sem varð nokkuð áberandi undir lok áttunda áratugarins, hefur einfaldlega klifið metorðastigann hærra og örar en meðbræður þeirra og -systur. Sem dæmi um einstaklega farsæla pönkara nefna rannsóknarhöfundar pönksveitina Von Gam sem leit dagsins ljós árið 1978. Stofnandi og helsta vítamínsprauta sveitarinnar, Bo Lindberg, vermir um þessar mundir aðstoðarframkvæmdastjórastól orkuveitunnar í Alvesta, gítarleikarinn „Sockeplast" er efnaverkfræðingur og „Tjupp", sem barði húðirnar, er arkitekt. Í raun mætti því spyrja hvort hið kunna pönkminni „skítt með kerfið" hafi verið einhvers konar innantómt kosningaloforð laumuframapotara. Alíslenskt dæmi „Ég er ekkert frá því að þetta sé rétt," segir Valgarður Guðjónsson, söngvari hinna góðkunnu Fræbbbla sem stimpluðu sig rækilega inn í íslenska pönksenu upp úr 1980 og margir minnast án efa úr kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. „Valgarður starfar sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Staka og rekur í stuttu máli starfsferla hinna Fræbbblanna. „Einn er framkvæmdastjóri Nýherja, annar rak stórt tölvufyrirtæki, Ríkharður Friðriksson er virt tónskáld í dag, Arnór, gítarleikarinn okkar, er skógfræðingur [fyrst misskilið af blm. sem „skófræðingur"], Helgi, bassaleikarinn okkar, vinnur hjá Friðriki Skúlasyni, og Iðunn, söngkonan okkar, er sálfræðingur," útskýrir Valgarður. Hann bætir því við að lykillinn að velgengni margra pönkara hafi hugsanlega verið stússið í kringum hljómsveitarferil. „Það þarf ákveðinn drifkraft og framkvæmdaorku til að koma svona hlutum í verk og það nýtist ábyggilega áfram í starfi síðar meir. Hvort þú varst að hanga niðri á Hlemmi í leðurjakka og gallabuxum hjálpar þér kannski ekkert sérstaklega. En okkar nálgun var bara tónlistarinnar vegna og engin kosningaloforð þar á ferð,“ segir Valgarður að lokum.
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira