Innlent

Munnlegur málflutningur um skipan verjanda Jóns Ólafssonar

Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Munnlegur málflutningur var í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Við málflutninginn fékk Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, tækifæri til þess að útskýra hvers vegna ætti einnig að skipa Sigurð G. Guðjónsson sem verjanda Jóns.

Héraðsdómari hafði áður úrskurðað að Sigurður yrði ekki skipaður verjandi en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar vegna mistaka dómara í meðferð málsins. Hæstiréttur úrskurðaði svo að Héraðsdómur skyldi úrskurða um málið að nýju. Jón er grunaður um að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, sagðist í samtali við Vísi búast við því að úrskurður Héraðsdóms í málinu yrði kveðinn upp að nýju á þriðjudaginn kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×