Erlent

Fyrrum biskup kosinn forseti Paragvæ

Fernando Lugo fyrrum kaþólskur biskup vann forsetakosningarnar í Paragvæ um helgina og batt þar með enda á 60 ára stjórn íhaldsmanna í landinu.

Lugo lýsti yfir sigri sínum í nótt þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn. Var hann þá með 41% en helsti keppinautur hans Blanca Ovelar, hafði hlotið 31% atkvæða.

Blanca er fyrsta konan sem gefur kost á sér í þetta embætti í Paragvæ en hún bauð sig fram á vegum íhaldsflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×