Erlent

Flestir Austur-Evrópubúar vilja starfa í Noregi

Flestir Austur-Ervrópubúar sem koma frá nýjum löndum Evrópusambandsins til Norðurlandanna vilja flytja til Noregs þótt landið sé ekki innan sambandsins. Fæstir aftur á móti vilja flytja til Svíþjóðar þótt þar séu engin höft eru á innflutt vinnuafl. Samkvæmt úttekt á innflutningi Austur-Evrópubúa til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs árin 2005 til 2008 hafa 45.000 atvinnuleyfi verið gefin út í Noregi, 7.000 í Danmörku en aðeins 3.000 í Svíþjóð.

Langstærsti hópur innflytjenda til þessara landa kemur frá Póllandi en næststærsti hópurinn er frá Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×