Erlent

Þúsund yfirgefa heimili sín í Kaliforníu vegna elda

Slökkviflugvélar hafa verið notaðar í baráttu við eldana.
Slökkviflugvélar hafa verið notaðar í baráttu við eldana. MYND/AP

Um eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum vegna elda sem geisa þar.

Eldurinn kviknaði nærri vinsælu útisvistarsvæði á laugardag en ekki liggur fyrir hvernig hann kviknaði. Íbúar í borginni Sierra Madre, nokkra tugi kílómetra norðaustur af Los Angeles, þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og þá var um 50 manns sem staddir voru á útivistarsvæðinu bjargað úr sjálfheldu með þyrlu.

Mikill hiti hefur gert um 500 slökkviliðsmönnum erfitt fyrir en á móti hefur verið fremur lyngt og rakt á svæðinu og vinnur það gegn útbreiðslu eldsins. Auk slökkviliðsmanna berjast þyrlur og flugvélar við eldinn en búist er við að það taki nokkra daga að ráða niðurlögum hans. Engan hefur enn sakað í eldunum og litlar skemmdir hafa orðið á eignum fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×