Innlent

Breiðavíkurnefndin mun fjalla um fleiri heimili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Spanó er formaður Breiðavíkurnefndarinnar.
Róbert Spanó er formaður Breiðavíkurnefndarinnar. Mynd/ GVA.
Breiðavíkurnefndin mun rannsaka starfsemi fleiri heimila sem rekin voru á vegum ríkisins um miðja síðustu öld, samkvæmt erindisbréfi sem Geir. H. Haarde forsætisráðherra hefur sent Róberti Spanó, formanni nefndarinnar.



 

 

Þau heimili sem verða rannsökuð eru:

Vistheimilið Kumbaravogur

Vistheimilið Knarrarvogur

Heyrnleysingjaskólinn

Stúlknaheimilið Bjarg

Heimavistarskólinn Reykjahlíð

Heimavistarskólinn Jaðar

Upptökuheimili ríkisins / Unglingaheimili ríkisins

Uppeldisheimilið Silungapollur

Nefndin hefur á þessu stigi ekki ákveðið hvort fjallað verði um ofangreindar stofnanir sameiginlega eða hverja um sig í áfangaskýrslum eða í heildarskýrslu nefndarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×