Erlent

Níu hundruð skógareldar í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum berjast nú við nærri níu hundruð skógarelda sem kviknuðu í þrumuveðri um síðustu helgi.

Sérfræðingar segja það sjaldgæft að eldingum ljósti niður í nær þurru veðri en það hafi gerst í þetta sinn. Það hafi orðið til að mikið bál kviknaði á fjölda staða þar sem miklir þurrkar hafa verið.

Mörg þúsund slökkviliðsmönnum gengur illa að ná tökum á eldnunum. Fjölmargir íbúar á stóru svæði hafa orðið að yfirgefa heimili sín og mörg þúsund hektara svæðið orðið eldunum að bráð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×