Innlent

Mótmælendur teppa umferð við álverið í Straumsvík

Frá fyrri mótmælum Saving Iceland.
Frá fyrri mótmælum Saving Iceland.

Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland hafa stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni.

Samtökin mótmæla fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Þau fordæma einnig samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×