Erlent

Brugðist verði við flóðahættu í Bretlandi eins og hryðjuverkavá

Gríðarleg flóð ollu miklu tjóni í Bretlandi í fyrra.
Gríðarleg flóð ollu miklu tjóni í Bretlandi í fyrra. MYND/AP

Flóðahætta í Bretlandi eykst og stjórnvöld verða að bregðast við því með fyrirbyggjandi aðgerðum líkt og gert er með faraldra og hryðjuverk. Þetta segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld eftir mikil flóð í landinu í fyrra.

Í skýrslunni, sem var kynnt í dag, er lagt til að stofnað verði sérstakt ráðuneyti til þess að fylgjast með flóðahættu í landinu og enn fremur að náið eftirlit verði með uppbyggingu eftir flóð eins og þau sem urðu í fyrra.

Gloucestershire, Miðlöndin, Yorkshire og Humberside urðu verst úti í þeim en þau mátti rekja til mikils úrhellis í júní og júlí. Alls er talið að tjónið í flóðunum hafi numið þremur milljörðum punda, nærri 500 milljörðum íslenskra króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×