Fram og Fjölnir skoða sameiningu Elvar Geir Magnússon skrifar 7. október 2008 18:13 Úr leik milli Fram og Fjölnis í Landsbankadeild karla. Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Undirritaðir formenn Ungmennafélagsins Fjölnis og Knattspyrnufélagsins Fram lögðu fram þá tillögu við aðalstjórnir beggja félaga kl. 16.00 þann 7. október 2008, að skipaður yrði vinnuhópur með þremur aðilum frá hvoru félagi til að skoða möguleika á samruna félaganna í eitt öflugt ungmenna- og íþróttafélag. Tillaga formanna var samþykkt samhljóma í aðalstjórnum beggja félaga. Markmið vinnuhópsins er að setja saman viljayfirlýsingu um samruna, sem yrði lögð fyrir aðalstjórnir félaganna til samþykktar að viku liðinni og jafnframt að stýra samrunavinnu ef slík viljayfirlýsing yrði samþykkt. Greinargerð: Ljóst er að breytingar í efnahagslífinu munu á næstunni hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga eins og annarra þjónustuveitenda í þjóðfélaginu. Formenn félaganna sjá mikil tækifæri fólgin í því að bæta rekstur íþróttastarfsins með aukinni faglegri stjórnun en slíkum árangri mætti betur ná með stækkun starfssvæðisins. Fram hefur fengið úthlutað stóru svæði til uppbyggingar í Úlfarsárdal og ljóst er að Fjölnir hefur á liðnum árum þjónað þeirri byggð sem er í Grafarholti varðandi ýmsar íþróttagreinar. Fjölnir er þegar með 10 deildir sem er nauðsynlegt í stóru hverfi en slík uppbygging bíður Fram á næstu árum að óbreyttu. Formennirnir eru því sammála um að skynsemi felist í að skoða nánar mögulega sameiningu félaganna, þar sem það geti orðið til að hraða uppbyggingu mannvirkja, treysta rekstrargrunninn og til þess fallið að styrkja faglegt starf jafnframt sem það er augljós hagræðing og samlegðaráhrif við uppbyggingu íþróttamannvirkja í hverfum félaganna. Formennirnir telja stjórnirnar sýna ábyrgð og fyrirhyggju með því að vinna að þessu verkefni nú þegar harðnar á dalnum á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs. f.h aðalstjórnar Ungmennafélgsins Fjölnis Ragnar Þórir Guðgeirsson, formaður f.h. aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Fram Steinar Þór Guðgeirsson, formaður" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Sjá meira
Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Undirritaðir formenn Ungmennafélagsins Fjölnis og Knattspyrnufélagsins Fram lögðu fram þá tillögu við aðalstjórnir beggja félaga kl. 16.00 þann 7. október 2008, að skipaður yrði vinnuhópur með þremur aðilum frá hvoru félagi til að skoða möguleika á samruna félaganna í eitt öflugt ungmenna- og íþróttafélag. Tillaga formanna var samþykkt samhljóma í aðalstjórnum beggja félaga. Markmið vinnuhópsins er að setja saman viljayfirlýsingu um samruna, sem yrði lögð fyrir aðalstjórnir félaganna til samþykktar að viku liðinni og jafnframt að stýra samrunavinnu ef slík viljayfirlýsing yrði samþykkt. Greinargerð: Ljóst er að breytingar í efnahagslífinu munu á næstunni hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga eins og annarra þjónustuveitenda í þjóðfélaginu. Formenn félaganna sjá mikil tækifæri fólgin í því að bæta rekstur íþróttastarfsins með aukinni faglegri stjórnun en slíkum árangri mætti betur ná með stækkun starfssvæðisins. Fram hefur fengið úthlutað stóru svæði til uppbyggingar í Úlfarsárdal og ljóst er að Fjölnir hefur á liðnum árum þjónað þeirri byggð sem er í Grafarholti varðandi ýmsar íþróttagreinar. Fjölnir er þegar með 10 deildir sem er nauðsynlegt í stóru hverfi en slík uppbygging bíður Fram á næstu árum að óbreyttu. Formennirnir eru því sammála um að skynsemi felist í að skoða nánar mögulega sameiningu félaganna, þar sem það geti orðið til að hraða uppbyggingu mannvirkja, treysta rekstrargrunninn og til þess fallið að styrkja faglegt starf jafnframt sem það er augljós hagræðing og samlegðaráhrif við uppbyggingu íþróttamannvirkja í hverfum félaganna. Formennirnir telja stjórnirnar sýna ábyrgð og fyrirhyggju með því að vinna að þessu verkefni nú þegar harðnar á dalnum á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs. f.h aðalstjórnar Ungmennafélgsins Fjölnis Ragnar Þórir Guðgeirsson, formaður f.h. aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Fram Steinar Þór Guðgeirsson, formaður"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Sjá meira