Innlent

Skólpumræðan skaðað bæinn

SB skrifar
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs. Segir skólpumræðu á misskilningi byggða.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs. Segir skólpumræðu á misskilningi byggða.
"Þessar fullyrðingar eru rangar," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kópavogsbær hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að dæla skólpi út í Fossvoginn. Gunnar segir dælustöðina á ábyrgð Reykjavíkurborgar og aðeins dælist skólp út í flóann í neyðartilvikum. Umræðan hafi skaðað bæinn.

"Skerjarfjarðarveita er með eina dælustöð í Garðabæ, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í einstaka tilvikum þarf að hleypa skólpinu út um yfirfall en slíkt gerist afar sjaldan," segir Gunnar.

Þau tilvik segir Gunnar til dæmis vera þegar dæla eða loka bili. Hann segir slíkt þó einmitt hafa gerst í ágúst 2007 þegar þær mælingar sem Sigríður Ólafsdóttir byggði á,í nýlegri meistarprófsritgerð, voru gerðar.

Á Vísi í dag sagði Óttar Hrafnkelsson, forstöðumaður Ylstrandarinnar í Nauthólsvík að skólpdæling Kópavogsbæjar væri siðlaus. "Það getur vel verið að það sé gott að búa í Kópavogi en það er ekki gott að vera nágranni þeirra," sagði Óttar.

Gunnar segir Óttar yfirlýsingaglaðan en neitar því ekki að umræðan hafi skaðað Kópavogsbæ.

"Auðvitað hefur þessi umræða skaðað bæinn. Það er undarlegt að menn skuli setja þetta svona fram þegar þeir vita hver sannleikurinn í málinu er. Skólpi er ekki dælt í flóan nema í neyðartilvikum. Að láta líta út fyrir að við séum að fylla flóan með skólpi er rangt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×