Innlent

Yfirmaður hjá OR samþykkti reikninga frá eigin fyrirtæki

Yfirmaður hjá Orkuveitunni hefur látið af störfum eftir að upp komst að hann hafði sjálfur samþykkt reikninga, upp á 10 milljónir króna, við fyrirtæki sem hann var sjálfur í forsvari fyrir.

Maðurinn var deildarstjóri innan Orkuveitunnar og hafði sjálfur umsjón með fjármálum deildarinnar sem hann stýrði. Við innra eftirlit kom í ljós að hann hafði þverbrotið innkaupareglur Orkuveitunnar með því að samþykkja reikninga frá tengdum aðilum. Meðal annars frá fyrirtæki þar sem hann gengdi stjórnarformennsku.

Utanaðkomandi endurskoðandi hefur verið fenginn til að skoða hvort að lög hafi verið brotin, það er hvort að raunveruleg viðskipti hafi verið á bak við reikninganna sem sendir voru eða hvort að um sé að ræða brot á innkaupareglum Orkuveitunnar.

Viðskiptin, sem áttu sér stað á nokkurra ára tímabili, nema 10 milljónum króna.

Maðurinn sagði upp í síðustu viku um leið og honum var gerð grein fyrir að málið væri litið alvarlegum augum. Í samtali við Fréttastofu sagðist hann ekki kannast við málið og neitaði að fyrirtæki í hans eigu hefði átt viðskipti við Orkuveituna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×