Lífið

Íslensk tískudrottning eignast dreng

Hugrún Árnadóttir. MYND/Heiða.
Hugrún Árnadóttir. MYND/Heiða.

Hugrún Árnadóttir framkvæmdastjóri og Magni Þorsteinsson hárgreiðslumaður og annar eigandinn tískuvöruverslunarinnar Kronkron eignuðust frumburð sinn, heilbrigðan dreng, síðastliðinn laugardag.

Hugrún hefur undanfarin ár verið valin ein af best klæddu konum landsins og er talin vera leiðandi í tísku kvenna hér á landi.

Verslun Hugrúnar og Magna, Kronkron, var valin ein af sjö flottustu búðum í heiminum árið 2006 af danska tískuritinu Eurowoman.

Í grein blaðsins kom meðal annars fram að Kronkron er talin vera leiðandi í tísku og lífstíl á Íslandi með flottum merkjum og fallegri og skemmtilegri hönnun.

Einnig er sagt að Kronkron sé eins og sælgætisbúð þar sem öll fötin njóta sín og eru girnileg fyrir viðskiptavininn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.