Innlent

Búið að slökkva sinueld við Urriðavatn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti nú laust fyrir klukkan tvö sinueld sem kviknaði sunnan við Urriðavatn á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Eru slökkviliðsmenn að hafa sig á brott.

Tilkynnt var um eldinn í hádeginu og voru bílar frá tveimur slökkvistöðvum sendir á vettvang. Eldurinn var aðallega vera í lúpínu og tók slökkvistarf um klukkustund. Rok mun hafa gert slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir.

Nóg hefur verið að gera hjá slökkviliðinu vegna sinubruna undanfarinn sólarhring. Það var kallað út fimm sinnum í gærkvöld til þess að slökkva sinuelda í Hafnarfirði en í öllum tilvikum er grunur um að kveikt hafi verið í. Það á einnig við um eldinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×