Lífið

Erpur rappaði grimmt í Danmörku

Rappararnir hlógu að íslenskum auðmönnum og því að nú mun saltað hrossakjöt seljast sem aldrei fyrr í Kolaportinu.
Rappararnir hlógu að íslenskum auðmönnum og því að nú mun saltað hrossakjöt seljast sem aldrei fyrr í Kolaportinu.

„Ég var að koma frá Danmörku. Djöfull var fínt að losna úr þessum sjálfstæðisbrunarústum,“ segir rapparinn Erpur sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn. Gerði góða ferð þar sem hann heimsótti danska, íslenska og færeyska vini sína. Og tróð upp sjálfur.

Erpur og félagar eru ekki að stressa sig á íslenskum jólum og eru nýlega lentir en þeir hafa dvalið í Kaupmannahöfn nú í tvær til þrjár vikur. „Ég var með legends-snillingum af öllum stærðum og gerðum. Steindi jr. og allir í Moso legendinn voru mætt þarna. 7berg og Dóra á Jolene,“ segir Erpur sem segir danska rappara hlæja að íslenskum auðmönnum. „Við fórum á grimma tónleika á Loppen í Kristjaníu. Með Sorte Stue sem er „live“ fimmtán manna rappband með kontrabassa og allt shittið.“

Erpur segist eiga góða vini í Danmörku sem hýstu sig. „Síðan voru allir duglegir að setja mann á gestalista. Og fara með mann baksviðs í fríu drykkina á tónleikunum og kebabinn kostar 20 danskar krónur. Palestínumennirnir sjá um það. Ég fór á svið og rappaði grimmt. Í Kristjaníu. Rappaði um Sterling sem Danir hlæja mikið að núna og minntist á Magasin du Nord. Rappaði með Sorte Stue sem meðal annars hafa spilað á Hróarskeldu. Það er hlegið mikið að íslenskum auðjöfrum þarna en reglulegar fréttir eru um Ísland í dönskum fjölmiðlum. Til dæmis að Kolaportið væri að selja meira af söltu hrossakjöti en nokkru sinni fyrr og harðfiskurinn þar seldist minna vegna árferðisins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.